Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ás­geir svarar fyrir vextina

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar á opnum nefndarfundi sem hefst klukkan 8:30.

Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar til Alþingis fyrir árið 2023.

Gunnar lætur senn af störfum sem varaseðlabankastjóri. Hann hefur einn nefndarmanna í peningastefnunefnd sem hefur endurtekið talað fyrir lækkun vaxta þvert á aðra nefndarmenn. Hann lætur brátt af störfum en hann hefur þegið boð frá banka á meginlandi Evrópu.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×