Kjósum Elínborgu Sturludóttur sem biskup Thor Aspelund skrifar 11. apríl 2024 07:30 Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar