Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 9. apríl 2024 08:30 Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun