Er framboð Katrínar Jakobsdóttur spilling? Þorvaldur Logason skrifar 9. apríl 2024 08:00 Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun