Aukum sparnaðinn með hækkandi sól Jóhanna Erla Birgisdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:31 Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar