Aukum sparnaðinn með hækkandi sól Jóhanna Erla Birgisdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:31 Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar