Aukum sparnaðinn með hækkandi sól Jóhanna Erla Birgisdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:31 Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun