Örsaga um ál og auðlindir Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 5. apríl 2024 10:30 Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar