Ólafur tekur við starfinu eftir tímabilið en Arnar Guðjónsson mun stýra Garðabæjarliðinu út þetta tímabil. Arnar er að hætta sem þjálfari beggja meistaraflokksliðanna í vor.
Stjörnuliðið er nýliði í Subway deild kvenna á þessu tímabili og komst í efri hluta deildarinnar. Liðið mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Ólafur þekkir það vel að þjálfa í kvennaboltanum en hann gerði Valskonur tvisvar að Íslandsmeisturum þar á meðal á sínu síðasta tímabili með Val í fyrra.