Körfubolti

Stóru málin krufin til mergjar í Fram­lengingunni

Siggeir Ævarsson skrifar
Ómar og Sævar voru sammála um margt
Ómar og Sævar voru sammála um margt Skjáskot Stöð 2 Sport

Það var langur föstudagur í fyrradag og því viðeigandi að skella í framlengingu í Körfuboltakvöldi. Þeir Ómar Örn og Sævar Sævarssynir (ekki bræður) voru seinþreyttir til vandræða og voru sammála um margt.

Stefán Árni Pálsson henti mörgum spurningum í þá félaga. Þeir voru til að mynda sammála um að Davíð Tómas Tómasson væri besti dómari deildarinnar og að Remy Martin væri besti leikmaðurinn í deildinni þó svo að Ómar væri ósáttur við takmarkað framlag hans í vörn.

Að lokum spurði Stefán svo hvaða lið væri líklegast á þessum tímapunkti til að verða Íslandsmeistari. Ómar valdi Grindavík en Sævar valdi það Suðurnesjalið sem endar efst í deildinni. Titillinn fer 100 prósent til Suðurnesja að Sævars mati, sem er faglegt mat.

Umræðuna í heild má sjá hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.

Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging



Fleiri fréttir

Sjá meira


×