Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 14:00 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega sumargjöf Íslandsbanka til starfsmanna sinna. Hefð er fyrir slíkri gjöf í bankanum. Vísir Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur. Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur.
Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent