Formaður geðlækna illa áttaður? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 27. mars 2024 13:00 Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun