NOCCO Dusty mæta Sögu í úrslitum Snorri Már Vagnsson skrifar 22. mars 2024 22:56 Lið Dusty. F.v.: Eðvarð "EddezeNNN" Þór, Elvar "RavlE" Orri, Þorsteinn "TH0R" Friðfinnsson, Ásmundur "PANDAZ" Viggóson og Stefán "StebbiC0C0" Ingi. NOCCO Dusty mættu liði Aurora í undanúrslitum Stórmeistaramótsins í Counter-Strike fyrr í kvöld. Liðin kepptu upp á að mæta liði Sögu í úrslitaleik mótsins sem er á morgun. Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira