Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2024 09:48 Eðvald Gíslason er nýr fjármálastjóri Sýnar á Suðurlandsbraut. Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Þar segir að Eðvald sé reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann kemur til Sýnar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu. Hagdeildin hefur verið í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, tekur fagnandi á móti Eðvald. „Ég er sannfærð um að yfirgripsmikil reynsla og þekking Eðvalds muni reynast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur gegnt lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku. Ég er virkilega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okkur hjá Sýn.“ Spennan er ekki minni hjá Eðvald. „Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er á. Sýn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar á krefjandi markaði. Mikilvægt er að byggja upp öfluga innviði til að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku hjá félaginu. Fjármálasvið er þar í lykilhlutverki og er ég þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið,“ segir Eðvald. Kvika, þaðan sem Eðvald kemur, lagðist á síðasta ári í greiningu á rekstri og virði rekstrareiningarinnar „Vefmiðlar og útvarp“ hjá Sýn en þar undir heyra meðal annars vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðin Bylgjan auk Já.is, Bland.is og fleiri útvarpsstöðvar. Stjórn Sýnar fól svo Kviku banka í desember að annast vinnu við að miðla afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta á einingunni. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365-miðla og Mjólkursamsölunnar, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur sýnt áhuga á kaupum á vefmiðlum og útvarpshluta Sýnar. „Ég hef sýnt áhuga á þessu en ekkert sem ég get tjáð mig um það frekar á þessari stundu,“ sagði Ari við Mbl.is á dögunum. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Kvika banki Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Tengdar fréttir Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þar segir að Eðvald sé reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann kemur til Sýnar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu. Hagdeildin hefur verið í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, tekur fagnandi á móti Eðvald. „Ég er sannfærð um að yfirgripsmikil reynsla og þekking Eðvalds muni reynast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur gegnt lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku. Ég er virkilega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okkur hjá Sýn.“ Spennan er ekki minni hjá Eðvald. „Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er á. Sýn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar á krefjandi markaði. Mikilvægt er að byggja upp öfluga innviði til að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku hjá félaginu. Fjármálasvið er þar í lykilhlutverki og er ég þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið,“ segir Eðvald. Kvika, þaðan sem Eðvald kemur, lagðist á síðasta ári í greiningu á rekstri og virði rekstrareiningarinnar „Vefmiðlar og útvarp“ hjá Sýn en þar undir heyra meðal annars vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðin Bylgjan auk Já.is, Bland.is og fleiri útvarpsstöðvar. Stjórn Sýnar fól svo Kviku banka í desember að annast vinnu við að miðla afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta á einingunni. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365-miðla og Mjólkursamsölunnar, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur sýnt áhuga á kaupum á vefmiðlum og útvarpshluta Sýnar. „Ég hef sýnt áhuga á þessu en ekkert sem ég get tjáð mig um það frekar á þessari stundu,“ sagði Ari við Mbl.is á dögunum. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Kvika banki Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Tengdar fréttir Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12