Körfubolti

Flokkuðu liðin í Subway-deildinni fyrir úr­slita­keppnina

Smári Jökull Jónsson skrifar
Grindavík og Njarðvík eru bæði í toppbaráttu í Subway-deildinni.
Grindavík og Njarðvík eru bæði í toppbaráttu í Subway-deildinni. Vísir/Diego

Spáð var í spilin fyrir komandi úrslitakeppni í Subway-deildinni í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudaginn. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildakeppninni.

Það styttist óðum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla og í þættinum Subway Körfuboltakvöld spáðu sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson í spilin fyrir úrslitakeppnina.

Þeir Teitur og Ómar fengu það hlutverk að skipta liðunum upp í flokka eftir því hvaða möguleika liðin eiga á Íslandsmeistaratitlinum. Flokkarnir voru „Íslandsmeistaraefni“, „Þarf allt til að ganga upp“ og „Eiga ekki séns.“

Spádómar þeirra félaga en svo fór að draga til tíðinda þegar ofar dró í töflunni.

„Þú átt rauðan eftir,“ sagði Teitur þegar búið var að fara yfir meira en helming liðanna.

„Ég veit það alveg. Ég er með eitt lið þarna sem á ekki séns,“ sagði Ómar kokhraustur og skellti svo rauðum lit á lið sem er ofarlega í töflunni en hefur átt í vandræðum með að ná í sigra gegn hinum toppliðunum.

Hann sagði að svo gæti vel farið að hann þyrfti að éta sokk sinn og hann myndi líta út eins og fífl.

Alla umræðu þeirra Teits, Ómars Arnar og Stefáns Árna Pálssonar má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Spáð í spilin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×