Þarf stórslys til ... Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2024 09:00 ... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Umferðaröryggi Reykhólahreppur Borgarbyggð Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun