Viðskipti innlent

Tíma­mót hjá Huga og Ás­dísi Rögnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hugi og Ásdís eru tilbúin í slaginn með Samkaupum.
Hugi og Ásdís eru tilbúin í slaginn með Samkaupum. Aðsend

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir og Hugi Halldórsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Ásdís hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna og Hugi hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra vildarkerfis Samkaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Ásdís Ragna kemur til Samkaupa frá auglýsingastofunni Hér & Nú þar sem hún starfaði sem verkefnastjóri. Áður hefur Ásdís einnig starfað við stafræna markaðssetningu hjá fyrirtækinu JoDís og hjá Arion Banka. Ásdís lauk meistaragráðu í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School árið 2021 og viðskiptafræðigráðu frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Kjör og Krambúðanna.

Hugi hefur áralanga reynslu af markaðsstörfum og hefur áður starfað sem deildarstjóri hjá Vodafone, markaðsdeild Play og síðustu ár sem markaðsstjóri Ísorku. Staða viðskiptastjóra Vildarkerfis Samkaupa er ný hjá fyrirtækinu, en hlutverk Huga verður að auka þægindi og bæta upplifun viðskiptavina í vildarkerfi Samkaupa.

„Ég er mjög ánægð að fá Huga og Ásdísi til liðs við okkur, við erum að takast á við fjölda skemmtilegra verkefna hjá Samkaupum næstu misseri þar sem þekking og reynsla þeirra mun nýtast vel. Við höfum til að mynda starfrækt vildarkerfið okkar frá árinu 2020 með góðum árangri en ráðning Huga er liður í því að bæta enn frekar upplifun viðskiptavina í vildarkerfinu okkar. Ásdís mun sinna fjölbreyttum verkefnum fyrir Kjör- og Krambúðina sem markaðsstjóri og bætist þar í frábæran hóp starfsfólks. Ég býð Ásdísi og Huga velkomin til starfa og hlakka til að starfa með þeim,” segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa í tilkynningu.

Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×