Evrópska handknattleikssambandið hefur birt niðurröðun fyrir styrkleikaflokka undankeppninnar en auk Íslands eru Þýskaland, Spánn, Ungverjaland, Króatía, Slóvenía, Portúgal og Holland í efsta styrkleikaflokki.
Evrópumótið 2026 mun fara fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og munu 32 lið berjast um tuttugu laus sæti á mótinu í undankeppninni.
Dregið verður í átta fjögurra liða riðla og er hver riðill skipaður einu liði úr hverjum styrkleikaflokki. Tvö efstu lið að lokinni undankeppninni munu tryggja sér sæti á EM 2026.
Ísland mun því dragast í riðil með einu liði úr hverjum styrkleikaflokki. Flokkarnir eru eftirfarandi:
Styrkleikaflokkur 1:
Ísland
, Þýskaland, Spánn, Ungverjaland, Króatía, Slóvenía, Portúgal, Holland
Styrkleikaflokkur 2:
Austurríki, Svartfjallaland, Serbía, Pólland, Tékkland, Makedónía, Færeyjar, Grikkland
Styrkleikaflokkur 3:
Bosnía & Herzegóvína, Slóvakía, Belgía, Sviss, Rúmenía, Litháen, Úkraína, Ítalía
Styrkleikaflokkur 4:
Finnland, Ísrael, Eistland, Georgía, Tyrkland, Lúxemborg, Kosóvó, Lettland.