Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni Eyjólfur Ármannsson skrifar 11. mars 2024 13:00 „Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár. Öll viljum við fá að eldast með reisn. Við viljum njóta efri áranna í faðmi fjölskyldu okkar. Því miður er fjölskyldusameining ekki tryggð í lögum um málefni aldraðra. Réttur til dvalar á hjúkrunarheimili er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi undirgengist færni- og heilsumat sem sýni fram á þörf hans fyrir hjúkrunar- eða dvalarrými. Það gerist reglulega þegar einstaklingar þurfa heilsu sinnar vegna að leggjast inn á hjúkrunarheimili að þeir verða viðskila við maka sinn. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp sem boðar breytingar á lögum sem tryggja réttinn til sambúðar í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Réttur til sambúðar, eðli málsins samkvæmt, nær ekki aðeins til dvalar á sömu stofnun, heldur veitir maka rétt til dvalar í sama rými. Mikilvægt er að staðið verði vörð um minni hjúkrunarheimili á landsbyggðinni og eldri borgarar geti dvalið með maka sínum á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð en þurfi ekki að flytjast hreppaflutningum. Viðvarandi skortur á hjúkrunarheimilum, alls staðar á landinu, sem og rekstravandi hjúkrunarheimila gerir það að verkum að erfitt er að fá þingmeirihluta fyrir fyrrnefndu frumvarpi Flokks fólksins. Sjö hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera mikið til þess að taka á þessari krísu. Uppbygging hjúkrunarheimila verður að taka tillit til rétts til sambúðar, mismunandi búsetu og fjölbreytileika eldri borgara. Með núverandi vanrækslustefnu stjórnvalda er erfitt að tryggja hjónum rétt til sambúðar á hjúkrunarheimilum. Flokkur fólksins hefur lengi kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og við teljum það eðlilegt ef tillaga okkar um breytingu á lögum um málefni aldraðra verði hlutur af því átaki. Tryggja þarf öldruðum rétt til sambúðar í ellinni, en ekki viðskilnað! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Hjúkrunarheimili Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár. Öll viljum við fá að eldast með reisn. Við viljum njóta efri áranna í faðmi fjölskyldu okkar. Því miður er fjölskyldusameining ekki tryggð í lögum um málefni aldraðra. Réttur til dvalar á hjúkrunarheimili er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi undirgengist færni- og heilsumat sem sýni fram á þörf hans fyrir hjúkrunar- eða dvalarrými. Það gerist reglulega þegar einstaklingar þurfa heilsu sinnar vegna að leggjast inn á hjúkrunarheimili að þeir verða viðskila við maka sinn. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp sem boðar breytingar á lögum sem tryggja réttinn til sambúðar í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Réttur til sambúðar, eðli málsins samkvæmt, nær ekki aðeins til dvalar á sömu stofnun, heldur veitir maka rétt til dvalar í sama rými. Mikilvægt er að staðið verði vörð um minni hjúkrunarheimili á landsbyggðinni og eldri borgarar geti dvalið með maka sínum á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð en þurfi ekki að flytjast hreppaflutningum. Viðvarandi skortur á hjúkrunarheimilum, alls staðar á landinu, sem og rekstravandi hjúkrunarheimila gerir það að verkum að erfitt er að fá þingmeirihluta fyrir fyrrnefndu frumvarpi Flokks fólksins. Sjö hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera mikið til þess að taka á þessari krísu. Uppbygging hjúkrunarheimila verður að taka tillit til rétts til sambúðar, mismunandi búsetu og fjölbreytileika eldri borgara. Með núverandi vanrækslustefnu stjórnvalda er erfitt að tryggja hjónum rétt til sambúðar á hjúkrunarheimilum. Flokkur fólksins hefur lengi kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og við teljum það eðlilegt ef tillaga okkar um breytingu á lögum um málefni aldraðra verði hlutur af því átaki. Tryggja þarf öldruðum rétt til sambúðar í ellinni, en ekki viðskilnað! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar