Er Eurovision komið út í öfgar? Valerio Gargiulo skrifar 10. mars 2024 14:01 Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið er talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði, en í þessu tilviki leggja margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti, saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af? Eins og ég hef oft haldið fram í færslum mínum áttar fólk sig ekki á því að það er mjög auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps og á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem þú kannski studdir áður (í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti. Enginn á að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega ekki vegna eins fallegs og sameiningar eins og tónlist. Það er kominn tími til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sína samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Valerio Gargiulo Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið er talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði, en í þessu tilviki leggja margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti, saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af? Eins og ég hef oft haldið fram í færslum mínum áttar fólk sig ekki á því að það er mjög auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps og á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem þú kannski studdir áður (í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti. Enginn á að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega ekki vegna eins fallegs og sameiningar eins og tónlist. Það er kominn tími til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sína samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar