Farþegum fjölgaði um 66 prósent Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2024 11:06 Birgir Jónsson forstjóri Play segir félagið nú sjá eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar „ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu“ um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11