Er talmeinafræðingur í þínu teymi? Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:00 Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun