Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2024 16:57 Á Facebook-síðu verslunarinnar, þar sem tilkynnt var að rekstrinum við Laugaveg yrði hætt, ríkir mikil gremja og sorg en nú má segja að Laugavegurinn eins og hann var sé endanlega horfinn. Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa. Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar. Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Sjá meira
Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar.
Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Sjá meira