Ákall Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hælis- og flóttabarna Margrét Vala Marteinsdóttir og Kristín Thoroddsen skrifa 1. mars 2024 10:00 Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun