Golf

Sonur Tigers komst ekki á fyrsta PGA-mótið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Charlie Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir Cognizant Classic.
Charlie Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir Cognizant Classic. getty/Cliff Hawkins

Charlie Woods, fimmtán ára sonur Tigers Woods, þarf að bíða eitthvað lengur eftir því að komast á sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni.

Charlie tók þátt á úrtökumóti fyrir Cognizant Classic mótið í gær. Hann lék á sextán höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Charlie fékk par á ellefu af holunum átján en engan fugl. Hann fékk fjóra skolla, tvo skramba og lék svo eina par fjögur holu á tólf höggum.

Lokaúrtökumótið fyrir Cognizant Classic fer fram á mánudaginn. Meðal keppenda þar verður Rory McIlroy.

Woods-feðgarnir hafa keppt saman á PNC meistaramótinu, þar sem golffeðgar mætast, undanfarin fjögur ár. Þá hefur Tiger verið kylfusveinn fyrir son sinn á mótum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×