Hróplegt óréttlæti Áslaug Thorlacius skrifar 22. febrúar 2024 13:30 Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun