Akademískur umboðsbrestur Þórarinn Hjartarson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun