Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 10:29 Ferðamenn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum. Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum.
Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira