267 sigurvegarar Valgerður Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:31 Um síðustu helgi ætlaði þakið hreinlega að rifna af Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þar fór fram meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára. Börn af öllu landinu voru þar samankominn og gleðin réð svo sannarlega ríkjum. Það er dásamleg upplifun að vera á móti líkt og því sem haldið um síðustu helgi. Keppnisgleðin skein úr hverju andliti, samhugur og samheldni var allsráðandi. Þar sem krakkarnir hvöttu hvort annað áfram algerlega óháð því hvort að þau voru liðsfélagar eða í öðrum liðum. Það fallega við frjálsar íþróttir er að þar eru allir að keppa við sjálfan sig og mættir til þess að bæta eigin árangur og það var svo sannarlega gert um síðustu helgi því þar hreinlega rigndi inn tilkynningum um bætingar á persónulegum árangri hjá keppendum. Það voru 267 sigurvegarar í Laugardalnum um helgina. Því miður fer ekki mikið fyrir umfjöllun um þetta mót í fjölmiðlum sem er sorglegt þar sem okkur vantar nú heldur betur jákvæðar og uppbyggilegar fréttir. Sjálfboðaliðar En það væri ekki hægt að halda svona mót nema einfaldlega vegna þessa að fjöldi manns tekur sinn frítíma í að vinna á þeim. Sjálfboðaliðar sem fá svo allt of sjaldan hrós, takk kæru sjálfboðaliðar sem gáfuð ykkar tíma um helgina. Takk fyrir að standa í þessari óeigingjörnu vinnu. Ykkar vinna varð til þess að ég á sigurvegara sem sigraði sjálfa sig um helgina og sofnaði með bros á vör á sunnudagskvöldið. Takk aftur fyrir ykkur kæru sjálfboðaliðar því án ykkar væri íþróttastarf á Íslandi fátæklegt. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Frjálsar íþróttir Íþróttir barna Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi ætlaði þakið hreinlega að rifna af Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þar fór fram meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára. Börn af öllu landinu voru þar samankominn og gleðin réð svo sannarlega ríkjum. Það er dásamleg upplifun að vera á móti líkt og því sem haldið um síðustu helgi. Keppnisgleðin skein úr hverju andliti, samhugur og samheldni var allsráðandi. Þar sem krakkarnir hvöttu hvort annað áfram algerlega óháð því hvort að þau voru liðsfélagar eða í öðrum liðum. Það fallega við frjálsar íþróttir er að þar eru allir að keppa við sjálfan sig og mættir til þess að bæta eigin árangur og það var svo sannarlega gert um síðustu helgi því þar hreinlega rigndi inn tilkynningum um bætingar á persónulegum árangri hjá keppendum. Það voru 267 sigurvegarar í Laugardalnum um helgina. Því miður fer ekki mikið fyrir umfjöllun um þetta mót í fjölmiðlum sem er sorglegt þar sem okkur vantar nú heldur betur jákvæðar og uppbyggilegar fréttir. Sjálfboðaliðar En það væri ekki hægt að halda svona mót nema einfaldlega vegna þessa að fjöldi manns tekur sinn frítíma í að vinna á þeim. Sjálfboðaliðar sem fá svo allt of sjaldan hrós, takk kæru sjálfboðaliðar sem gáfuð ykkar tíma um helgina. Takk fyrir að standa í þessari óeigingjörnu vinnu. Ykkar vinna varð til þess að ég á sigurvegara sem sigraði sjálfa sig um helgina og sofnaði með bros á vör á sunnudagskvöldið. Takk aftur fyrir ykkur kæru sjálfboðaliðar því án ykkar væri íþróttastarf á Íslandi fátæklegt. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar