Víðsýnir og hugrakkir leiðtogar óskast Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 9. febrúar 2024 13:30 Flóttamenn? Flóttamannavandamál? Hvers vegna? Flóttamenn hafa flúið ástand heima fyrir. Hvers vegna? Stríðsátök? Hvers vegna? Mögulegar ástæður ágreinings og stríðsátaka eru sjálfsagt skoðanamunur, ólíkir hagsmunir, valdabrölt, menningarmunur, ólík trúarbrögð, þekkingarskortur, skortur á samskiptahæfni, skortur á tungumálakunnáttu og að tala við og heyra og skilja hvað aðrir eru að segja. Leiðtogar óskast, til að setja sig inn í mál og miðla málum. Ekki bara ,,Það þarf að brjóta bátana“, svo flóttafólkið komist ekki út á Miðjarðarhafið. Það ættu ekki að vera til ,,flóttamannavandamál“ – né mikill kostnaður við að leysa úr þeim. Heimurinn – alþjóðasamfélagið – ætti að bæta og tryggja aðstæður fólks heima hjá því, þannig að fólkið þurfi ekki að flýja heimili og heimaslóðir sínar. Vinnu og fjármuni ætti að setja í forvarnir, en ekki bara afleiðingar – sársaukafullar, lítillækkandi og dýrar aðgerðir vegna flóttafólks. Hergagnaframleiðsla – hvers vegna er hún leyfileg? Meðan ýmislegt annað er bannað? Væri ekki nær að fjármunum sem í hana fara væri veitt í að bæta menntun og lífsskilyrði í vanþróuðum löndum. (En, kannski leiðir það og fleira til offjölgunar mannkyns – það er sjálfsagt margt að varast.) Hvernig getur Rússland komist upp með að því er virðist ástæðulausa innrás í Úkraínu? Hvers vegna virðist alþjóðasamfélagið vera svona máttlaust þegar kemur að raunhæfum og virkum lausnum til að setja niður ágreining, deilur og hernaðarátök – svo víða um heiminn sem raun ber vitni? Eru Sameinuðu þjóðirnar máttlausar? Hvers vegna? Og eða friðargæsluliðar á þeirra vegum? Virðast ekki Bandaríkin koma fram og telja sig vera nokkurs konar ,,alheims-lögreglu“? En kannski bara þar sem bandarískir fjárhagslegir eða valda-hagsmunir eru í húfi, stundum með inngripum í svæðisbundið valdabrölt? Veita þessum og hinum hópum vopnabúnað og þjálfun, til að hafa ,,æskileg áhrif“ – væntanlega fyrir eigin sérhagsmuni, en stundum með ófyrirséðum og neikvæðum langtímaáhrifum á viðkomandi svæðum og heimshlutum. Og virðast komast nánast átölulaust upp með þetta gagnvart alþjóðasamfélaginu. Hvers vegna virðist vera auðsjáanlegur tvískinnungur, annars vegar gagnvart Rússlandi og hins vegar Ísrael, þegar báðir þessir aðilar beita því sem virðist augsýnilegur yfirgangur og grimmd gagnvart nágrannaþjóð. Önnur þjóðin er réttilega ,,dæmd“ harkalega, beitt viðskiptaþvingunum sem eru dýrkeyptar fyrir alla, útilokuð úr sameiginlegum íþróttakeppnum og Eurovision, – en ekki hin þjóðin. Hvers vegna?Og á Íslandi er flóttafólk frá öðru ,,fórnarlandinu“ velkomið, en ekki eins velkomið frá hinu, Palestínu. Hvers vegna virðist svo erfitt að koma á varanlegum friði á milli Ísraels og Palestínu? Ástandið þar minnir að hluta á Sturlungaöldina á Íslandi, fyrir mörgum öldum, – þegar einhver drap einhvern, lýsti víginu á hendur sér – og síðan þurfti að hefna – jafnvel sitt á hvað, kölluð ,,hjaðningavíg“ og svo loks oftast samið um málalyktir. Síðan eru liðin árhundruð, margar aldir – og óhugsandi fyrir okkur Íslendinga að sjá fyrir okkur stríðsástand á Íslandi. En, erlendis, ekki síst af hálfu ísraelskra ráðamanna, heyrist svo oft, ,,við þurfum að hefna fyrir þetta eða hitt“. En þetta eru hvorki sjálfsvörn né hjaðningavíg, því ,,hefndinni“ fylgir margfalt mannfall. Þrír bandarískir hermenn féllu nýlega, í árás á eina af fjölmörgum herstöðvum Bandaríkjamanna víða um heim (hvers vegna eru þær svo víða?) – og þá virðist ráðandi aðilum í Bandaríkjunum réttlætanlegt að fella hundruð annarra miður æskilegra einstaklinga. Á Norður-Írlandi tókst loks að koma á friði, þótt það virtist lengi vera útilokað. Þótt ástandið sé víða mjög flókið og virðist nánast ómögulegt að snúa niður deilur og sætta stríðandi aðila, svo sem Ísraela og Palestínumanna, þá megum við hvorki trúa né sætta okkur við að þetta sé ómögulegt, því hvernig væri þá staðan í heiminum og sameiginlegt líf okkar Jarðarbúa á vegi statt. Getum við til dæmis sætt okkur við enn eina heimsstyrjöld? Þjóðir, þjóðabrot og fólkið þarf að reyna að sjá fyrir sér hagsmuni beggja deiluaðila – og sameiginlega hagsmuni þegar deilur eru til staðar, því oftast eru finnanlegir einhverjir sameiginlegir hagsmunir. Deiluaðilar geta þurft aðstoð, frá utanaðkomandi aðilum – sáttamiðlurum eða sáttasemjurum. Þar kemur að fyrirsögn greinarinnar – Víðsýnir og hugrakkir leiðtogar óskast - til að bjóða sig fram til að miðla málum, finna og fá fram og greina orsakir ágreinings. Reyna að finna hvaða sérstöku hagsmunir hvers deiluaðila eru í myndinni. Finna hvaða sameiginlegu hagsmuni deiluaðilar geta átt og fá þá upp á yfirborðið. Og ekki má gleyma þætti tilfinninga, né heiðri og sæmd. Mikilvægt er að reyna að fá deiluaðila til að hætta að horfa stíft til fortíðar, liðinna atburða – sem enginn getur breytt. Oft má læra af reynslu fortíðar en alls ekki velta sér upp úr henni – vera frekar í nútíðinni og horfa til framtíðarinnar, sameiginlegra hagsmuna og líðan allra fram undan. Iðulega eru skipulögð alheims-íþróttamót og framkvæmd með glans. Væri ekki freistandi að skipuleggja og koma á allsherjarfriði? Hvað þarf til? Hverja þarf að hverju ,,sáttaborði“? – Hver eru ágreiningsmálin og hagsmunirnir? - Hvaða vandamál þarf að leysa svo friðaraðstæður skapist og haldist? Ég veit að þetta er mikil einföldun, en stundum þarf að reyna að horfa á stóru myndina, í gegnum mistrið, sprengjureykinn og -rykið, horfa yfir húsarústirnar, blóðpollana og líkin – horfa til framtíðar. Við erum eitt mannkyn, búandi á einni Jörð. Verðum við ekki að reyna að umbera hvert annað, miðla málum, sætta og halda friðinn, eiga mannsæmandi framtíð? Þessi grein var í grunninn handpikkuð inn á farsíma í morgun, undir hlýrri sæng, í vetraríbúð okkar hjóna hér á Spáni, fjarri vetrarveðri, eldgosi og grindvískum flóttamönnum á Íslandi, en nálægt Miðjarðarhafinu, þar sem flóttafólk leggur líf sitt iðulega undir, til að komast frá heimili sínu og á betri og öruggari slóðir. Mikill er aðstöðumunur fólks. Við þurfum ekki stjórnmálamenn sem horfa á þrönga sérhagsmuni – eða almennt bara til eins árs eða út kjörtímabilið. Við þurfum víðsýna og djarfa leiðtoga, jafnt í landsmálum sem alþjóðlegum málum, sem horfa til 10, 20 eða 30 ára – sem þora að rugga bátnum, þora að vera tímabundið óvinsælir – þora að móta og tala fyrir stórum og mikilvægum hugmyndum og setja fram og hrinda í framkvæmd áætlunum sem eru fjöldanum og umhverfinu til hagsbóta til lengri tíma litið. Slíkir einstaklingar, sem hafa gerst alþjóðlegir sáttamiðlarar, hafa verið til á Norðurlöndunum og sjálfsagt víðar. Á Íslandi höfum við utanríkisráðherra og forsætisráðherra og öflug ráðuneyti þeirra, ríkisstjórn og forseta, auk norræns samstarfs, Evrópusamstarfs og aðgangs að öðrum þjóðarleiðtogum á hinum ýmsu fundum og þingum. Hvert um sig er mögulegur vettvangur góðra verka. – En er vilji og þor til staðar? Höfundur er sjálfstæður prófarkalesari, - www.textagerd.is, frá Bjargi, slóðum Grettissögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Flóttamenn? Flóttamannavandamál? Hvers vegna? Flóttamenn hafa flúið ástand heima fyrir. Hvers vegna? Stríðsátök? Hvers vegna? Mögulegar ástæður ágreinings og stríðsátaka eru sjálfsagt skoðanamunur, ólíkir hagsmunir, valdabrölt, menningarmunur, ólík trúarbrögð, þekkingarskortur, skortur á samskiptahæfni, skortur á tungumálakunnáttu og að tala við og heyra og skilja hvað aðrir eru að segja. Leiðtogar óskast, til að setja sig inn í mál og miðla málum. Ekki bara ,,Það þarf að brjóta bátana“, svo flóttafólkið komist ekki út á Miðjarðarhafið. Það ættu ekki að vera til ,,flóttamannavandamál“ – né mikill kostnaður við að leysa úr þeim. Heimurinn – alþjóðasamfélagið – ætti að bæta og tryggja aðstæður fólks heima hjá því, þannig að fólkið þurfi ekki að flýja heimili og heimaslóðir sínar. Vinnu og fjármuni ætti að setja í forvarnir, en ekki bara afleiðingar – sársaukafullar, lítillækkandi og dýrar aðgerðir vegna flóttafólks. Hergagnaframleiðsla – hvers vegna er hún leyfileg? Meðan ýmislegt annað er bannað? Væri ekki nær að fjármunum sem í hana fara væri veitt í að bæta menntun og lífsskilyrði í vanþróuðum löndum. (En, kannski leiðir það og fleira til offjölgunar mannkyns – það er sjálfsagt margt að varast.) Hvernig getur Rússland komist upp með að því er virðist ástæðulausa innrás í Úkraínu? Hvers vegna virðist alþjóðasamfélagið vera svona máttlaust þegar kemur að raunhæfum og virkum lausnum til að setja niður ágreining, deilur og hernaðarátök – svo víða um heiminn sem raun ber vitni? Eru Sameinuðu þjóðirnar máttlausar? Hvers vegna? Og eða friðargæsluliðar á þeirra vegum? Virðast ekki Bandaríkin koma fram og telja sig vera nokkurs konar ,,alheims-lögreglu“? En kannski bara þar sem bandarískir fjárhagslegir eða valda-hagsmunir eru í húfi, stundum með inngripum í svæðisbundið valdabrölt? Veita þessum og hinum hópum vopnabúnað og þjálfun, til að hafa ,,æskileg áhrif“ – væntanlega fyrir eigin sérhagsmuni, en stundum með ófyrirséðum og neikvæðum langtímaáhrifum á viðkomandi svæðum og heimshlutum. Og virðast komast nánast átölulaust upp með þetta gagnvart alþjóðasamfélaginu. Hvers vegna virðist vera auðsjáanlegur tvískinnungur, annars vegar gagnvart Rússlandi og hins vegar Ísrael, þegar báðir þessir aðilar beita því sem virðist augsýnilegur yfirgangur og grimmd gagnvart nágrannaþjóð. Önnur þjóðin er réttilega ,,dæmd“ harkalega, beitt viðskiptaþvingunum sem eru dýrkeyptar fyrir alla, útilokuð úr sameiginlegum íþróttakeppnum og Eurovision, – en ekki hin þjóðin. Hvers vegna?Og á Íslandi er flóttafólk frá öðru ,,fórnarlandinu“ velkomið, en ekki eins velkomið frá hinu, Palestínu. Hvers vegna virðist svo erfitt að koma á varanlegum friði á milli Ísraels og Palestínu? Ástandið þar minnir að hluta á Sturlungaöldina á Íslandi, fyrir mörgum öldum, – þegar einhver drap einhvern, lýsti víginu á hendur sér – og síðan þurfti að hefna – jafnvel sitt á hvað, kölluð ,,hjaðningavíg“ og svo loks oftast samið um málalyktir. Síðan eru liðin árhundruð, margar aldir – og óhugsandi fyrir okkur Íslendinga að sjá fyrir okkur stríðsástand á Íslandi. En, erlendis, ekki síst af hálfu ísraelskra ráðamanna, heyrist svo oft, ,,við þurfum að hefna fyrir þetta eða hitt“. En þetta eru hvorki sjálfsvörn né hjaðningavíg, því ,,hefndinni“ fylgir margfalt mannfall. Þrír bandarískir hermenn féllu nýlega, í árás á eina af fjölmörgum herstöðvum Bandaríkjamanna víða um heim (hvers vegna eru þær svo víða?) – og þá virðist ráðandi aðilum í Bandaríkjunum réttlætanlegt að fella hundruð annarra miður æskilegra einstaklinga. Á Norður-Írlandi tókst loks að koma á friði, þótt það virtist lengi vera útilokað. Þótt ástandið sé víða mjög flókið og virðist nánast ómögulegt að snúa niður deilur og sætta stríðandi aðila, svo sem Ísraela og Palestínumanna, þá megum við hvorki trúa né sætta okkur við að þetta sé ómögulegt, því hvernig væri þá staðan í heiminum og sameiginlegt líf okkar Jarðarbúa á vegi statt. Getum við til dæmis sætt okkur við enn eina heimsstyrjöld? Þjóðir, þjóðabrot og fólkið þarf að reyna að sjá fyrir sér hagsmuni beggja deiluaðila – og sameiginlega hagsmuni þegar deilur eru til staðar, því oftast eru finnanlegir einhverjir sameiginlegir hagsmunir. Deiluaðilar geta þurft aðstoð, frá utanaðkomandi aðilum – sáttamiðlurum eða sáttasemjurum. Þar kemur að fyrirsögn greinarinnar – Víðsýnir og hugrakkir leiðtogar óskast - til að bjóða sig fram til að miðla málum, finna og fá fram og greina orsakir ágreinings. Reyna að finna hvaða sérstöku hagsmunir hvers deiluaðila eru í myndinni. Finna hvaða sameiginlegu hagsmuni deiluaðilar geta átt og fá þá upp á yfirborðið. Og ekki má gleyma þætti tilfinninga, né heiðri og sæmd. Mikilvægt er að reyna að fá deiluaðila til að hætta að horfa stíft til fortíðar, liðinna atburða – sem enginn getur breytt. Oft má læra af reynslu fortíðar en alls ekki velta sér upp úr henni – vera frekar í nútíðinni og horfa til framtíðarinnar, sameiginlegra hagsmuna og líðan allra fram undan. Iðulega eru skipulögð alheims-íþróttamót og framkvæmd með glans. Væri ekki freistandi að skipuleggja og koma á allsherjarfriði? Hvað þarf til? Hverja þarf að hverju ,,sáttaborði“? – Hver eru ágreiningsmálin og hagsmunirnir? - Hvaða vandamál þarf að leysa svo friðaraðstæður skapist og haldist? Ég veit að þetta er mikil einföldun, en stundum þarf að reyna að horfa á stóru myndina, í gegnum mistrið, sprengjureykinn og -rykið, horfa yfir húsarústirnar, blóðpollana og líkin – horfa til framtíðar. Við erum eitt mannkyn, búandi á einni Jörð. Verðum við ekki að reyna að umbera hvert annað, miðla málum, sætta og halda friðinn, eiga mannsæmandi framtíð? Þessi grein var í grunninn handpikkuð inn á farsíma í morgun, undir hlýrri sæng, í vetraríbúð okkar hjóna hér á Spáni, fjarri vetrarveðri, eldgosi og grindvískum flóttamönnum á Íslandi, en nálægt Miðjarðarhafinu, þar sem flóttafólk leggur líf sitt iðulega undir, til að komast frá heimili sínu og á betri og öruggari slóðir. Mikill er aðstöðumunur fólks. Við þurfum ekki stjórnmálamenn sem horfa á þrönga sérhagsmuni – eða almennt bara til eins árs eða út kjörtímabilið. Við þurfum víðsýna og djarfa leiðtoga, jafnt í landsmálum sem alþjóðlegum málum, sem horfa til 10, 20 eða 30 ára – sem þora að rugga bátnum, þora að vera tímabundið óvinsælir – þora að móta og tala fyrir stórum og mikilvægum hugmyndum og setja fram og hrinda í framkvæmd áætlunum sem eru fjöldanum og umhverfinu til hagsbóta til lengri tíma litið. Slíkir einstaklingar, sem hafa gerst alþjóðlegir sáttamiðlarar, hafa verið til á Norðurlöndunum og sjálfsagt víðar. Á Íslandi höfum við utanríkisráðherra og forsætisráðherra og öflug ráðuneyti þeirra, ríkisstjórn og forseta, auk norræns samstarfs, Evrópusamstarfs og aðgangs að öðrum þjóðarleiðtogum á hinum ýmsu fundum og þingum. Hvert um sig er mögulegur vettvangur góðra verka. – En er vilji og þor til staðar? Höfundur er sjálfstæður prófarkalesari, - www.textagerd.is, frá Bjargi, slóðum Grettissögu.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun