Körfubolti

Stað­festir að skórnir séu farnir upp í hillu fyrst skiptin fóru ekki í gegn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Irena Sól í leik með Keflavík.
Irena Sól í leik með Keflavík. Vísir/Andri Marinó

Irena Sól Jónsdóttir, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga, segist hætt í körfubolta fyrst félagaskipti hennar til Njarðvíkur fóru ekki í gegn. Vísir greindi frá þessu fyrr í dag en nú hefur Irena Sól staðfest þetta.

Greinir hún frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún:

„Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka hnýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta.“

„Að lokum vil ég koma því á framfæri að þar sem skiptin fóru ekki í gegn er ég hætt í körfu. Mjög leiðinlegur endir á ferlinum en guð blessi ykkur öll og spara heita vatnið.“

Skjáskot af póstinum á Facebook-síðu Irenu.Facebook

Mögulega vistaskipti hennar frá Keflavík til Njarðvíkur hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga en þau gengu ekki í gegn eftir að það komst í ljós að Njarðvík hefði falsað undirskrift Keflavíkur á félagaskiptaeyðublaðinu.

Njarðvík vildi ekki tjá sig um málið en reikna má með yfirlýsingu þegar líða tekur á kvöldið.


Tengdar fréttir

„Fyrsta sinn sem svona mál kemur upp“

Körfuknattleikssamband Íslands er með á sínu borði meinta fölsun félagsskiptapappíra. Framkvæmdastjóri sambandsins segir málið litið alvarlegum augum.

Saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift

Keflvíkingar eru ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga vegna nýlegra félagaskipta körfuboltakonunnar Írenu Sólar Jónsdóttur. Þeir hafa sent inn kvörtun til KKÍ vegna falsaðrar undirskriftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×