Um­fjöllun og við­töl: Hamar - Álfta­nes 67-104 | Heima­menn áttu aldrei mögu­leika

Ágúst Örlaugur Magnússon skrifar
Álftanes spilaði eins og liðið sem valdið hefur í kvöld.
Álftanes spilaði eins og liðið sem valdið hefur í kvöld. vísir/hulda margrét

Hamar situr enn þá á botni Subway deildarinnar án sigurs þegar Álftanes fóru yfir Hellisheiðina í Hveragerði og sóttu þægilegan sigur 67-104.

Leikurinn hófst líkt og að bæði lið væru skot upphitun fyrir utan þriggja stiga línuna. Bæði lið skoruðu fyrstu tvær körfur sínar fyrir aftan þriggja stiga línuna eftir fjölmargar tilraunir. Eftir fimm mínútna leik virtist eins og Álftanes væru að fara sigla fram úr Hamri. En mjög góður lokakafli hjá Hamri sá til þess að munurinn var ekki meira en eitt stig eftir fyrsta leikhluta, 22-23.

Í öðrum leikhluta tók Álftanes öll völd á leiknum. Á meðan lítið sem ekkert gekk upp hjá Hamri í sókninni, spiluðu Álftanes góða vörn og keyrðu á Hamarsmenn í kjölfarið. Álftanes skoruðu 33 stig í öðrum leikhluta á meðan Hamar skoraði eingöngu þrettán stig. Strax í hálfleik var Álftanes komið með stórt forskot á Hvergerðinga, 35-56. 

Stigaskor Álftnesinga í fyrri hálfleik skiptist á milli margra leikmanna, en atkvæðamestur var Douglas Wilson með 17 stig fyrir Álftanes.

Í byrjun seinni hálfleiks var meira jafnræði með liðunum og jókst forskot Álftnesinga ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta. Eftir þrjá leikhluta var Álftanes með þrjátíu stiga forskot og voru lánlausir Hamarsmenn með fá svör við leik Álftnesinga.

Í fjórða leikhluta leiksins hélt Álftanes að hamra járnið á meðan það var heitt og keyrðu yfir Hamar. Leikurinn fjaraði út í fjórða leikhluta og sigldu Álftanes auðveldum sigri í hús, 67-104. 

Hamarsmenn sitja enn á botni deildarinnar án sigurs á meðan þetta voru mikilvæg tvö stig fyrir Álftanes í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Douglas Wilson var atkvæðamestur í liði Álftanes með 24 stig, níu fráköst, fjórar stoðsendingar og tvö varin skot. Frank Kamgain skoraði 26 stig fyrir Hamar.

Af hverju vann Álftanes?

Álftanes er einfaldlega með betra lið heldur en Hamar. Ef einhver vafi var á því að Álftanes væri að fara vinna þennan leik þá gerðu þeir út um þær vonir þegar þeir keyrðu yfir Hamar í öðrum leikhluta leiksins. Álftanes skoraði 33 stig í öðrum leikhluta á meðan Hamar skoraði þrettán. Eftir það var engin spurning hvort liðið mundi sigra.

Hvað gekk illa?

Eftir fyrsta leikhluta gekk í raun lítið sem ekkert upp hjá Hamri. Hamar réði ílla við góðar sóknir Álftanes og átti Hamar erfitt með að búa sér til góðar sóknir gegn góðri vörn Álftanes.

Hvað stóð upp úr?

Það sem stóð upp úr voru stuðningsmenn liðanna í kvöld. Álftnesingar fjölmenntu í Frystikistuna í Hveragerði og létu í sér heyra ásamt því að Bláa hafið, stuðningsmannasveit Hamars létu vel í sér heyra að vanda þrátt fyrir dapurt gengi sinna manna.

Hvað gerist næst?

Hamar fær Grindavík í heimsókn í næstu umferð Subway deildarinnar þar sem þeir fá tækifæri á að ná í sinn fyrsta sigur í vetur, en ljóst er að það verður erfitt verkefni fyrir Hamar.

Álftanes fær Keflavík í Forsetahöllina í næstu viku og verður það ærið verkefni fyrir þá í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildarinnar.

Voru bara miklu betri en við

Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars var ekki brattur eftir leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét

„Þeir voru bara miklu betri en við í kvöld, það er ekkert að taka úr þessu.“

Skilja tók svo á milli liðanna í öðrum leikhluta.

„Um leið og þeir tóku völdin í öðrum leikhluta, þegar það er búið að tapa mörgum leikjum þá, jájá enn eitt tapið er svona smá hugsun. En menn ætla að halda áfram, en það er erfitt og sjálfstraustið dvínar með hverjum leiknum. Þreytan lét á sér sjá og þetta var erfitt í dag.“

Hamar hefur ekki en þá sigrað leik í Subway-deildinni í vetur, en Halldór segir sitt lið ætla að fara í hvern leik til að sigra.

„Við forum í alla leiki til að vinna, við erum í þessu til að vinna. Þó við sjáum stjörnuprýtt lið Álftanes þá erum við ekki að hugsa bara um að gera okkar besta, við reynum að setja leikinn upp til þess að vinna, það bara heppnaðist engan veginn hér í dag. Nú er bara endurheimt og stefnan sett á að reyna vinna næsta leik. Hvort sem að það tekst eða ekki, það kemur bara í ljós.“

Ekkert sem heitir skyldusigur

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari gestanna, var ekki sammála því að þetta væri skyldusigur hjá sínu liði í kvöld.vísir / hulda margrét

„Ég held að í þessari deild er ekkert sem heitir skyldusigur. Hamarsliðið hefur átt mjög marga góða leiki gegn okkur í gegnum tíðina.“

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta þrátt fyrir stórann sigur í lokin.

„.Við vorum undirbúnir fyrir að þetta yrði hörku leikur, þetta var hörku leikur í fyrsta leikhluta og voru þeir að anda ofan í hálsmálið á okkur.“

Skilja tók á milli liðanna í öðrum leikhluta.

„Orkustigið okkar í öðrum leikhluta var gott og við náðum að halda því út allan leikinn.“

Álftanes eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og hefur Kjartan trú á því að sitt lið nái að komast í hana.

„Við þurfum að halda áfram að taka þetta leik fyrir leik. Ég er alltaf bjartsýnn að eðlisfari og við höldum bara áfram að berjast í þessu.“

Haukur Helgi var ekki með Álftanes í kvöld og ekki vitað með framhaldið hjá honum.

„Við þurfum að meta Hauk dag frá degi en mér finnst ólíklegt að hann verði í næsta leik, en við höfum sé kraftaverkin gerast.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira