Hvalkjöt í íslenskum stórmörkuðum Henry Alexander Henrysson skrifar 30. janúar 2024 11:31 Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum. Nú er að svo að allar þjóðir eiga sér mat sem er alla jafna ekki á borðum fólks heldur er dreginn fram við viss tilefni. Erfitt er að berjast gegn slíkum hefðum. Til þess að taka af allan vafa vil ég einnig taka fram að ég er ekki með þessari grein að agnúast út í einstaka fisksala eða kjötverslanir sem eru eðlilegur vettvangur fyrir sölu á sýrðu hvalrengi. Og ég vil taka fram að ég er ekki með þessari grein að hvetja til þess að neinum verslunum sé refsað með sniðgöngu eða öðru. Ég get hins vegar ekki annað en furðað mig á því að sjá að kjöt hvala sem voru veiddir á síðustu vertíð geti ratað í hillur á íslenskum stórmörkuðum. Mér finnst einkennilegt að verslunarkeðjur sem eru í sífellt meira mæli að stæra sig af samfélagsábyrgð og umhverfisstefnum skuli selja kjöt frá veiðum sem vitað er að taka ekki tillit til nútímalegra skilyrða um velferð dýra. Líklegasta skýringin á því hvers vegna verslanirnar hafa tekið hvalkjötið í sölu er að starfsfólk hafi misskilið nýlegt álit umboðsmanns Alþingis og talið að það hafi bæði græn- og hvítþvegið hvalveiðar Hvals hf. En svo var nú aldeilis ekki og mikilvægt að halda því til haga. Umræðan undanfarnar vikur hefur þó verið á þann hátt að matvælaráðherra hafi tekið óvænta, órökstudda og gerræðislega ákvörðun í júní á síðastliðnu ári. Álit umboðsmanns felur ekki í sér slíkan dóm. Þvert á móti viðurkennir álitið að ráðherra hafi einmitt heimild í lögum um hvalveiðar til að stjórna veiðunum við Ísland með því að setja reglugerðir þar að lútandi, til dæmis varðandi lengd veiðitímabils. Álitið sneri að því að ráðherra hafi ekki haft nægilega lagaheimild til að setja tiltekna reglugerð, einungis með þeim rökstuðningi sem stuðst var við. Niðurstaða umboðsmanns var með öðrum orðum á þá leið að ráðherra hafi verið bundinn af markmiðum laga sem sett voru fyrir áratugum síðan og að þau markmið hafi ekki tekið breytingum í meðförum löggjafans. Markmiðin voru mikilvæg á sínum tíma, til dæmis um verndun stofna, en dýravelferð var ekki á dagskrá þá, eins og núna. Ég les álitið þannig að umboðsmanni þyki það miður og að lögin séu í raun úrelt í núverandi mynd. Álitið sneri því að túlkun á einni grein laga um hvalveiðar sem nú hefur verið úrskurðað um hvernig ber að túlka. Slík túlkun var ekki komin fram þegar ráðherra setti reglugerðina eins og sést best á því að flestir þeir aðilar sem hæst höfðu um frestun veiðanna vísuðu aldrei til þess hvernig bæri að tengja fjórðu grein laganna við markmið þeirra, máli sínu til stuðnings. Efnisleg niðurstaða ráðherra með setningu reglugerðarinnar stendur því óhögguð núna í byrjun árs 2024. Ekki er hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum, eins og sést kannski best á því að hvalveiðiþjóð eins og Norðmenn láta ekki hvarfla að sér að gera út á þessar skepnur þrátt fyrir að hrefnuveiðar séu ekkert feimnismál þar í landi. Þetta hefur svo verið staðfest hvar sem almennilegt eftirlit hefur verið með veiðum á stórhvelum, eins og til dæmis við Ísland sumarið 2022. Vissulega er mögulegt að starfsfólk stórmarkaða hafi ekki misskilið álit umboðsmanns. Mögulega skiptir dýravelferð fyrirtækin engu máli og þau muni því halda áfram að selja allt kjöt sem byrgjar rétta þeim, sama hvaðan það kemur, og sama hvernig staðið var að veiðum, verkun og vinnslu. En þá væri gott að fá það staðfest. Maður hefur oft séð ábyrgðarhluta samfélagsábyrgðar fluttan yfir á þriðja aðila. Hver veit nema búðunum finnist þær ekki bera nokkra ábyrgð á því hvað þær selja. En ef þetta eru einfaldlega klár mistök, til dæmis hjá Krónunni sem hefur verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og samfélagsábyrgð, þá væri einnig gott að fá staðfestingu á að um mistök eða kæruleysi hafi verið að ræða. Góðu fréttirnar í þessari sögu allri saman eru þrátt fyrir allt þær að þótt skammtar af sýrðu hvalrengi hafi ratað í verslanir um þennan þorra þá hafa veiðar á stórhvelum við strendur Íslands nú endanlega lagst af. Nýtt leyfi verður ekki gefið út samkvæmt úreltum lögum. Mér skilst á umsjónarfólki þorrablóta um allt land að mest af sýrðu hvalrengi endi í ruslinu eftir hvert blót enda ekki matur sem er ofarlega á óskalista fólks í samtímanum. Hugsanlega er þrátt fyrir allt ástæða til að fólk setji örlitla flís af þessu súra og litlausa spiki á diskinn sinn, rifji upp þau fáu myndskeið af hvaladrápinu sem rötuðu fyrir augu almenning og ígrundi örlítið fáfengileika og tilgangsleysi hvalveiðanna í september 2023. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Hvalir Hvalveiðar Verslun Matvöruverslun Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum. Nú er að svo að allar þjóðir eiga sér mat sem er alla jafna ekki á borðum fólks heldur er dreginn fram við viss tilefni. Erfitt er að berjast gegn slíkum hefðum. Til þess að taka af allan vafa vil ég einnig taka fram að ég er ekki með þessari grein að agnúast út í einstaka fisksala eða kjötverslanir sem eru eðlilegur vettvangur fyrir sölu á sýrðu hvalrengi. Og ég vil taka fram að ég er ekki með þessari grein að hvetja til þess að neinum verslunum sé refsað með sniðgöngu eða öðru. Ég get hins vegar ekki annað en furðað mig á því að sjá að kjöt hvala sem voru veiddir á síðustu vertíð geti ratað í hillur á íslenskum stórmörkuðum. Mér finnst einkennilegt að verslunarkeðjur sem eru í sífellt meira mæli að stæra sig af samfélagsábyrgð og umhverfisstefnum skuli selja kjöt frá veiðum sem vitað er að taka ekki tillit til nútímalegra skilyrða um velferð dýra. Líklegasta skýringin á því hvers vegna verslanirnar hafa tekið hvalkjötið í sölu er að starfsfólk hafi misskilið nýlegt álit umboðsmanns Alþingis og talið að það hafi bæði græn- og hvítþvegið hvalveiðar Hvals hf. En svo var nú aldeilis ekki og mikilvægt að halda því til haga. Umræðan undanfarnar vikur hefur þó verið á þann hátt að matvælaráðherra hafi tekið óvænta, órökstudda og gerræðislega ákvörðun í júní á síðastliðnu ári. Álit umboðsmanns felur ekki í sér slíkan dóm. Þvert á móti viðurkennir álitið að ráðherra hafi einmitt heimild í lögum um hvalveiðar til að stjórna veiðunum við Ísland með því að setja reglugerðir þar að lútandi, til dæmis varðandi lengd veiðitímabils. Álitið sneri að því að ráðherra hafi ekki haft nægilega lagaheimild til að setja tiltekna reglugerð, einungis með þeim rökstuðningi sem stuðst var við. Niðurstaða umboðsmanns var með öðrum orðum á þá leið að ráðherra hafi verið bundinn af markmiðum laga sem sett voru fyrir áratugum síðan og að þau markmið hafi ekki tekið breytingum í meðförum löggjafans. Markmiðin voru mikilvæg á sínum tíma, til dæmis um verndun stofna, en dýravelferð var ekki á dagskrá þá, eins og núna. Ég les álitið þannig að umboðsmanni þyki það miður og að lögin séu í raun úrelt í núverandi mynd. Álitið sneri því að túlkun á einni grein laga um hvalveiðar sem nú hefur verið úrskurðað um hvernig ber að túlka. Slík túlkun var ekki komin fram þegar ráðherra setti reglugerðina eins og sést best á því að flestir þeir aðilar sem hæst höfðu um frestun veiðanna vísuðu aldrei til þess hvernig bæri að tengja fjórðu grein laganna við markmið þeirra, máli sínu til stuðnings. Efnisleg niðurstaða ráðherra með setningu reglugerðarinnar stendur því óhögguð núna í byrjun árs 2024. Ekki er hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum, eins og sést kannski best á því að hvalveiðiþjóð eins og Norðmenn láta ekki hvarfla að sér að gera út á þessar skepnur þrátt fyrir að hrefnuveiðar séu ekkert feimnismál þar í landi. Þetta hefur svo verið staðfest hvar sem almennilegt eftirlit hefur verið með veiðum á stórhvelum, eins og til dæmis við Ísland sumarið 2022. Vissulega er mögulegt að starfsfólk stórmarkaða hafi ekki misskilið álit umboðsmanns. Mögulega skiptir dýravelferð fyrirtækin engu máli og þau muni því halda áfram að selja allt kjöt sem byrgjar rétta þeim, sama hvaðan það kemur, og sama hvernig staðið var að veiðum, verkun og vinnslu. En þá væri gott að fá það staðfest. Maður hefur oft séð ábyrgðarhluta samfélagsábyrgðar fluttan yfir á þriðja aðila. Hver veit nema búðunum finnist þær ekki bera nokkra ábyrgð á því hvað þær selja. En ef þetta eru einfaldlega klár mistök, til dæmis hjá Krónunni sem hefur verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og samfélagsábyrgð, þá væri einnig gott að fá staðfestingu á að um mistök eða kæruleysi hafi verið að ræða. Góðu fréttirnar í þessari sögu allri saman eru þrátt fyrir allt þær að þótt skammtar af sýrðu hvalrengi hafi ratað í verslanir um þennan þorra þá hafa veiðar á stórhvelum við strendur Íslands nú endanlega lagst af. Nýtt leyfi verður ekki gefið út samkvæmt úreltum lögum. Mér skilst á umsjónarfólki þorrablóta um allt land að mest af sýrðu hvalrengi endi í ruslinu eftir hvert blót enda ekki matur sem er ofarlega á óskalista fólks í samtímanum. Hugsanlega er þrátt fyrir allt ástæða til að fólk setji örlitla flís af þessu súra og litlausa spiki á diskinn sinn, rifji upp þau fáu myndskeið af hvaladrápinu sem rötuðu fyrir augu almenning og ígrundi örlítið fáfengileika og tilgangsleysi hvalveiðanna í september 2023. Höfundur er heimspekingur.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun