Samkeppni stórveldanna - baráttan um völd, auðlindir og siglingaleiðir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 29. janúar 2024 11:01 Samkeppni stórveldanna, þar á meðal baráttan um völd, auðlindir og siglingaleiðir, fer harðnandi. Sumir myndu segja að stórveldin í dag séu tvö, Bandaríkin og Kína, á meðan aðrir myndu bæta Rússlandi við sem þriðja stórveldinu. Eins og Mynd 1 sýnir er verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi (e. purchasing power parity) miklu hærri í Bandaríkjunum og Kína, en í Rússlandi. Sé landfræðileg stærð Rússlands, náttúuauðlindir og kjarnorkuvopnaeign hinsvegar tekin inní dæmið myndu aðrir segja að Rússland flokkist líka sem stórveldi, þó Rússland sé veikara efnahagslega en hin stórveldin tvö. Mynd 1 sýnir líka að verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi er orðin hærri í Kína en í Bandaríkjunum, þ.e. Kínversk að hagkerfið orðið stærra því Bandaríska. Bandaríska hagkerfið er aftur á móti stærra sé verg landsframleiðsla mæld á núgildandi verðlagi (e. current prices) (sjá Töflu 1). Mynd 1. Verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi (PPP) í milljörðum Bandaríkjadala. Kína, Rússland og Bandaríkin 1991 til 2021. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Fyrir Úkraínustríðið spáðu því margir að Bandaríkin myndu í auknum mæli færa herafla sinn frá Evrópu til Austur Asíu (e. pivot to East Asia) vegna uppgangs Kína. Úkraínustríðið hefur tafið þessa þróun, en án efa er Kína nú skæðasti keppinautur Bandaríkjanna. Kína gæti á næstum árum reynt að ná auknum yfirráðum í Asíu og svo í örðum heimsálfum í framhaldinu. Áhrif Kína utan Asíu fara vaxandi, ekki bara í Afríku og Mið-Austurlöndum heldur Suður-Ameríku þar sem Bandaríkin hafa viljað vera ráðandi, en hafa misst áhrif undanfarið t.d. vegna styrjalda í Írak, Afganistan og nú í Úkraínu. Í framtíðinni munu Bandaríkin líklega leggja mesta áherslu á þrjú svæði í heiminum: (i) Austur Asíu vegna Kína, (ii) Persaflóann vegna olíu (þar verður hörð samkeppni við Kína) og svo (iii) Evrópu sem mun hafa lægri forfang en nú. Strax eftir Úkraínustríðinu líkur gætu Bandaríkin viljað láta Evrópu sjá um sig sjálfa í öryggismálum og vera til frekar til þautarvara (e. of last resort), en vera leiðandi í stríðsátökum eins og í Úkraínu. Verði Donald Trump forseti Bandaríkjanna í janúar 2025 mun áhugi Bandaríkjanna á NATO væntanlega minnka enda hefur hann talað um NATO sem úrelta stofnun. Því hefur verið haldið fram að Trump hafi árið 2020 sagt forseta framkvæmdastjórnar ESB að Bandaríkin myndu ekki koma Evrópu til hjálpar yrði ráðist á álfuna og að NATO væri dauð stofnun. G7 löndin og BRICS hópurinn Stríðsátökin í Úkraínu hafa ýtt Kína og Rússlandi saman í bandalag gegn vesturlöndum. BRICS hópinn sem leiddur er af Kína er að stækka. Segja má að BRICS hópurinn sé ákveðið mótvægi við G7 hópinn sem leiddur er af Bandaríkjunum. Í upprunalegu BRICS löndunum fimm, Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður Afríku búa nú yfir 3 milljarðar manna, en tæplega 800 milljónir í G7 löndunum (sjá Töflu 1). Með öðrum orðum um 10 prósent mannkynsins býr í G7 löndunum en um 40 prósent í BRICS löndunum. Þessi munur jókst enn meira við inngöngu 5 nýrra aðildarríkja í BRICS í upphafi ársins 2024 (sjá Töflu 2). Á jafnvirðisgengi eru hagkerfi BRICS landanna stærri en G7 landanna (sjá Töflu 1). Þetta hefur leitt til harðnandi samkeppni og aukinnar spennu milli þessara hópa. BRICS löndin vilja fara sínar eigin leiðir og setja sínar eigin reglur ólíkar þeim sem vesturlönd fylgja. Dæmi um þetta er stofnun sameiginlegs banka, Nýja Þróunarbankans (e. New Development Bank) til mótvægis við Alþjóðabankann (World Bank). Þau hafa líka sett á fót varasjóð (e. Contingent Reserve Arrangement (CRA) – BRICS) til mótvægis við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn. Höfðstöðvar Nýja þróunarbankans eru í Kína á meðan höfðstöðvar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í Bandaríkjunum. Vesturlönd hafa beitt Rússland viðskiptaþvingunum vegna stríðsins í Úkraínu. Í framhaldinu hafa Rússar beint viðskiptum sínum í auknum mæli til Asíu. Kína og Indland græða t.d. á þessu ástandi með ódýru gasi og olíu frá Rússlandi. Bandaríkin eru tilneydd að vera í góðu sambandi við Indland þrátt fyrir þetta vegna Kína. Bandaríkin geta ekki verið í stríði við Rússland og á sama tíma í hörðum deilum við bæði Indland og Kína. Sala á olíu frá Rússlandi til Indlands hefur margfaldast frá því innrásin í Úkraínu hóst og vesturlönd settu viðskiptabann á Rússland. Baráttan um siglingaleiðir og auðlindir Bandaríkin stofna nú bandalög vegna uppgagns Kína, t.d. AUKUS sem samanstendur a Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum og Quad sem er bandalag Bandaríkjanna, Ástralíu, Indlands og Japan. Þessi bandalög eiga meðal annars að tryggja siglingaleiðir, en segja má að fjarlægð milli þessara bandalagsríkja geti torveldað samstarf þeirra. Stækkun NATO til austurs á að halda áfram og löndum eins og Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu er boðið á NATO fundi. NATO ákvað líka að opna skrifstofu í Japan. Að stríði loknu í Úkraínu verður svo áfram samkeppni milli Bandaríkjanna sem leiða NATO og G7 annarsvegar, og Kína sem leiðir BRICS hópinn hinsvegar. BRICS stækkaði í upphafi ársins 2024 þegar fimm ný aðildaríki komu í hópinn: Egyptaland, Eþíópía, Íran, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin (sjá Töflu 2). Reiknað hafði verið með Argentínu en stjórnvöld þar hættu við. Það verkur sérstaka athygli að bæði stóru löndin sitt hvoru megin við Persaflóann, Íran og Sádi-Arabía, eru gengin í BRICS. Þetta hlýtur að valda áhyggjum í Bandaríkjunum og á vesturlöndum vegna aðgangs að olíu og gasi. Auk þess gengu Egyptaland og Eþíópía og í BRICS. Egyptaland liggur að Rauðahafinu beint á móti Sádi-Arabíu, og Eþíópía er í nálægð við Rauðahafið, sem er gríðarlega mikilvæg siglingaleið vegna Súesskurðarins. Stækkun BRICS virðist því meðal annars tengjast baráttunni um Persaflóann og Rauðahafið. Þó BRICS sé ekki formlegt varnarbandalag styrkir stækkunin stöðu hópsins, bæði þegar kemur að aðgangi að auðlindum, og siglingaleiðum. Átökin á Gaza svæðinu hafa síðan leitt til átaka á Rauðahafinu. Hútar í Jemen, sem styðja Hamas á Gaza svæðinu, ráðast á skip sem fara um Rauðahafið, sem þeir telja tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísrael. Íran styður svo Húta. Til átaka hefur komið milli Húta annarsvegar, og Bandaríkjanna og Bretlands hinsvegar. Það er hætta á að átökin á þessu svæði muni breiðist enn frekar út. BRICS löndin hafa verið sammála um að beita Rússland ekki viðskiptaþvingunum. Það þýðir ekki að þau séu hrifin af innrás Rússa í Úkraínu, en þau vilja diplómatíska lausn á Úkraínu stríðinu, ekki hernaðarlausn. Þau vilja aðrar leikreglur í heiminum en svokallaða „international rule based order“ sem vesturlönd sömdu og fylgja, og þau eru byrjuð að setja á fót sínar eigin stofnanir. Þessi þróun verður ekki stöðvuð, en spurningin er hvort aukin samkeppni stórveldanna muni leiða til vaxandi átaka í heiminum. Flest bendir til að svo muni verða, nema ef þjóðir með ólíka sögu, viðhorf og siði læra að lifa saman friðsamlega, sýna umburðarlyndi, og án þess að reyna að knýja fram breytingar hjá hvort öðru með því að beita hervaldi. Sagan sýnir okkur að stríðsrekstur skilar takmörkuðum árangri í alþjóðasamskiptum, og það á líka oft við um sterkara landið sem í hlut á. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri en starfaði áður hjá Alþjóðabankanum um 12 ára skeið þar á meðal í Asíu og Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Samkeppni stórveldanna, þar á meðal baráttan um völd, auðlindir og siglingaleiðir, fer harðnandi. Sumir myndu segja að stórveldin í dag séu tvö, Bandaríkin og Kína, á meðan aðrir myndu bæta Rússlandi við sem þriðja stórveldinu. Eins og Mynd 1 sýnir er verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi (e. purchasing power parity) miklu hærri í Bandaríkjunum og Kína, en í Rússlandi. Sé landfræðileg stærð Rússlands, náttúuauðlindir og kjarnorkuvopnaeign hinsvegar tekin inní dæmið myndu aðrir segja að Rússland flokkist líka sem stórveldi, þó Rússland sé veikara efnahagslega en hin stórveldin tvö. Mynd 1 sýnir líka að verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi er orðin hærri í Kína en í Bandaríkjunum, þ.e. Kínversk að hagkerfið orðið stærra því Bandaríska. Bandaríska hagkerfið er aftur á móti stærra sé verg landsframleiðsla mæld á núgildandi verðlagi (e. current prices) (sjá Töflu 1). Mynd 1. Verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi (PPP) í milljörðum Bandaríkjadala. Kína, Rússland og Bandaríkin 1991 til 2021. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Fyrir Úkraínustríðið spáðu því margir að Bandaríkin myndu í auknum mæli færa herafla sinn frá Evrópu til Austur Asíu (e. pivot to East Asia) vegna uppgangs Kína. Úkraínustríðið hefur tafið þessa þróun, en án efa er Kína nú skæðasti keppinautur Bandaríkjanna. Kína gæti á næstum árum reynt að ná auknum yfirráðum í Asíu og svo í örðum heimsálfum í framhaldinu. Áhrif Kína utan Asíu fara vaxandi, ekki bara í Afríku og Mið-Austurlöndum heldur Suður-Ameríku þar sem Bandaríkin hafa viljað vera ráðandi, en hafa misst áhrif undanfarið t.d. vegna styrjalda í Írak, Afganistan og nú í Úkraínu. Í framtíðinni munu Bandaríkin líklega leggja mesta áherslu á þrjú svæði í heiminum: (i) Austur Asíu vegna Kína, (ii) Persaflóann vegna olíu (þar verður hörð samkeppni við Kína) og svo (iii) Evrópu sem mun hafa lægri forfang en nú. Strax eftir Úkraínustríðinu líkur gætu Bandaríkin viljað láta Evrópu sjá um sig sjálfa í öryggismálum og vera til frekar til þautarvara (e. of last resort), en vera leiðandi í stríðsátökum eins og í Úkraínu. Verði Donald Trump forseti Bandaríkjanna í janúar 2025 mun áhugi Bandaríkjanna á NATO væntanlega minnka enda hefur hann talað um NATO sem úrelta stofnun. Því hefur verið haldið fram að Trump hafi árið 2020 sagt forseta framkvæmdastjórnar ESB að Bandaríkin myndu ekki koma Evrópu til hjálpar yrði ráðist á álfuna og að NATO væri dauð stofnun. G7 löndin og BRICS hópurinn Stríðsátökin í Úkraínu hafa ýtt Kína og Rússlandi saman í bandalag gegn vesturlöndum. BRICS hópinn sem leiddur er af Kína er að stækka. Segja má að BRICS hópurinn sé ákveðið mótvægi við G7 hópinn sem leiddur er af Bandaríkjunum. Í upprunalegu BRICS löndunum fimm, Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður Afríku búa nú yfir 3 milljarðar manna, en tæplega 800 milljónir í G7 löndunum (sjá Töflu 1). Með öðrum orðum um 10 prósent mannkynsins býr í G7 löndunum en um 40 prósent í BRICS löndunum. Þessi munur jókst enn meira við inngöngu 5 nýrra aðildarríkja í BRICS í upphafi ársins 2024 (sjá Töflu 2). Á jafnvirðisgengi eru hagkerfi BRICS landanna stærri en G7 landanna (sjá Töflu 1). Þetta hefur leitt til harðnandi samkeppni og aukinnar spennu milli þessara hópa. BRICS löndin vilja fara sínar eigin leiðir og setja sínar eigin reglur ólíkar þeim sem vesturlönd fylgja. Dæmi um þetta er stofnun sameiginlegs banka, Nýja Þróunarbankans (e. New Development Bank) til mótvægis við Alþjóðabankann (World Bank). Þau hafa líka sett á fót varasjóð (e. Contingent Reserve Arrangement (CRA) – BRICS) til mótvægis við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn. Höfðstöðvar Nýja þróunarbankans eru í Kína á meðan höfðstöðvar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í Bandaríkjunum. Vesturlönd hafa beitt Rússland viðskiptaþvingunum vegna stríðsins í Úkraínu. Í framhaldinu hafa Rússar beint viðskiptum sínum í auknum mæli til Asíu. Kína og Indland græða t.d. á þessu ástandi með ódýru gasi og olíu frá Rússlandi. Bandaríkin eru tilneydd að vera í góðu sambandi við Indland þrátt fyrir þetta vegna Kína. Bandaríkin geta ekki verið í stríði við Rússland og á sama tíma í hörðum deilum við bæði Indland og Kína. Sala á olíu frá Rússlandi til Indlands hefur margfaldast frá því innrásin í Úkraínu hóst og vesturlönd settu viðskiptabann á Rússland. Baráttan um siglingaleiðir og auðlindir Bandaríkin stofna nú bandalög vegna uppgagns Kína, t.d. AUKUS sem samanstendur a Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum og Quad sem er bandalag Bandaríkjanna, Ástralíu, Indlands og Japan. Þessi bandalög eiga meðal annars að tryggja siglingaleiðir, en segja má að fjarlægð milli þessara bandalagsríkja geti torveldað samstarf þeirra. Stækkun NATO til austurs á að halda áfram og löndum eins og Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu er boðið á NATO fundi. NATO ákvað líka að opna skrifstofu í Japan. Að stríði loknu í Úkraínu verður svo áfram samkeppni milli Bandaríkjanna sem leiða NATO og G7 annarsvegar, og Kína sem leiðir BRICS hópinn hinsvegar. BRICS stækkaði í upphafi ársins 2024 þegar fimm ný aðildaríki komu í hópinn: Egyptaland, Eþíópía, Íran, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin (sjá Töflu 2). Reiknað hafði verið með Argentínu en stjórnvöld þar hættu við. Það verkur sérstaka athygli að bæði stóru löndin sitt hvoru megin við Persaflóann, Íran og Sádi-Arabía, eru gengin í BRICS. Þetta hlýtur að valda áhyggjum í Bandaríkjunum og á vesturlöndum vegna aðgangs að olíu og gasi. Auk þess gengu Egyptaland og Eþíópía og í BRICS. Egyptaland liggur að Rauðahafinu beint á móti Sádi-Arabíu, og Eþíópía er í nálægð við Rauðahafið, sem er gríðarlega mikilvæg siglingaleið vegna Súesskurðarins. Stækkun BRICS virðist því meðal annars tengjast baráttunni um Persaflóann og Rauðahafið. Þó BRICS sé ekki formlegt varnarbandalag styrkir stækkunin stöðu hópsins, bæði þegar kemur að aðgangi að auðlindum, og siglingaleiðum. Átökin á Gaza svæðinu hafa síðan leitt til átaka á Rauðahafinu. Hútar í Jemen, sem styðja Hamas á Gaza svæðinu, ráðast á skip sem fara um Rauðahafið, sem þeir telja tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísrael. Íran styður svo Húta. Til átaka hefur komið milli Húta annarsvegar, og Bandaríkjanna og Bretlands hinsvegar. Það er hætta á að átökin á þessu svæði muni breiðist enn frekar út. BRICS löndin hafa verið sammála um að beita Rússland ekki viðskiptaþvingunum. Það þýðir ekki að þau séu hrifin af innrás Rússa í Úkraínu, en þau vilja diplómatíska lausn á Úkraínu stríðinu, ekki hernaðarlausn. Þau vilja aðrar leikreglur í heiminum en svokallaða „international rule based order“ sem vesturlönd sömdu og fylgja, og þau eru byrjuð að setja á fót sínar eigin stofnanir. Þessi þróun verður ekki stöðvuð, en spurningin er hvort aukin samkeppni stórveldanna muni leiða til vaxandi átaka í heiminum. Flest bendir til að svo muni verða, nema ef þjóðir með ólíka sögu, viðhorf og siði læra að lifa saman friðsamlega, sýna umburðarlyndi, og án þess að reyna að knýja fram breytingar hjá hvort öðru með því að beita hervaldi. Sagan sýnir okkur að stríðsrekstur skilar takmörkuðum árangri í alþjóðasamskiptum, og það á líka oft við um sterkara landið sem í hlut á. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri en starfaði áður hjá Alþjóðabankanum um 12 ára skeið þar á meðal í Asíu og Evrópu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun