Hjarta úr steini Sverrir Björnsson skrifar 29. janúar 2024 09:30 Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar