Hjarta úr steini Sverrir Björnsson skrifar 29. janúar 2024 09:30 Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun