Samkennd er samfélagsleg verðmæti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2024 10:31 Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun