Viðskipti innlent

Gústaf tekur við af Yngva hjá SFF

Atli Ísleifsson skrifar
Gústaf Steingrímsson.
Gústaf Steingrímsson. SFF

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa ráðið Gústaf Steingrímsson sem hagfræðing samtakanna en hann hóf störf í byrjun árs.

Í tilkynningu segir að Gústaf hafi mikla og víðtæka reynslu af fjármálamarkaði úr fyrri störfum. 

„Hann starfaði í Landsbankanum í 16 ár, þar af um 12 ár í greiningardeild bankans. Þar sinnti hann hvers kyns greiningum og spám um hina ýmsu þætti íslensks efnahags- og fjármálalífs. Áður en Gústaf gekk til liðs við Landsbankann starfaði hann sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá 2000 til 2006.

Gústaf er með B.A. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands auk meistaraprófs í fjármálum frá sama skóla.

Gústaf tekur við starfi Yngva Arnar Kristinssonar sem kominn er á þriðja æviskeiðið,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×