Körfubolti

„Segir okkur að það er körfuboltahugsun þarna og körfuboltaheili“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valur Orri Valssonsýndi sínar bestu hliðar í sigri Grindvíkinga gegn Íslandsmeisturum Tindastóls.
Valur Orri Valssonsýndi sínar bestu hliðar í sigri Grindvíkinga gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét

Valur Orri Valsson, leikmaður Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, fékk mikið lof frá sérfræðingum Körfuboltakvölds í þætti gærkvöldsins.

Valur Orri og félagar í Grindavík unnu magnaðan endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls þar sem liðið var 15 stigum undir þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður. Grindvíkingar snéru taflinu hins vegar við og unnu að lokum fimm stiga sigur eftir framlengdan leik, 96-101.

Sérfræðingar Körfuboltakvölds hrósuðu Val Orra sérstaklega fyrir sitt framlag undir lok leiks.

„Valur er bara góður í körfubolta. Hann er ekkert búinn að vera spes undanfarið eitt og hálft ár eða svo, en hann er ofboðslega góður í körfubolta,“ sagði Helgi Már Magnússon um Val Orra.

Þá fékk Valur einnig hrós fyrir viðbrögð sín þegar DeAndre Kane meiddist undir lok leiks.

„Þetta gladdi mig strax. Þarna meiðist DeAndre og Valur er sá sem grípur þetta strax og fer að spyrja sjúkraþjálfara og þjálfara hvort þeir eigi að kalla leikhlé. Vegna þess að ef að sjúkraþjálfarinn þarf að koma inn á og leikurinn er stöðvaður út af því þá verður DeAndre að fara út af,“ sagði Helgi.

„Þetta er bara klár körfuboltaleikmaður þarna sem er að lesa leikinn og fer strax að ræða við þjálfarateymið.“

„Þetta bara gladdi mig. Þetta segir okkur að það er körfuboltahugsun þarna, körfuboltaheili, og hann kann körfubolta,“ bætti Helgi við, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Segir okkur að það er körfuboltahugsun þarna og körfuboltaheili

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×