Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Það var létt yfir Alfreð í Lanxess Arena í gær. vísir/vilhelm Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira