Körfubolti

E­vera­ge til Hauka eftir allt saman

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Everage Richardsson í leik með Blikum.
Everage Richardsson í leik með Blikum. Vísir/Bára Dröfn

Körfuboltamaðurinn Everage Richardsson mun ganga í raðir Hauka frá Breiðabliki eftir allt saman. Mögulega vistaskipti Everage en nú er ljóst að hann mun klára tímabilið með Haukum.

Frá þessu greina Haukar á samfélagsmiðlum sínum. Þar kemur fram að félögin hafi náð samkomulagi um að Everage gangi í raðir Hauka. Ásamt því að spila með liðinu mun hann einnig þjálfa yngri flokka liðsins.

Everage og Maté Dalmay, þjálfari Hauka, þekkjast vel en þeir störfuðu saman hjá Gnúpverjm á sínum tíma. Maté sagði í viðtali nýverið – þegar umræðan um vistaskiptin var sem hæst – að það væri ekki óheiðarlegt að tala við vini sína. Þar áður hafði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Blika, sagt að Everage væri ekki á förum. Annað hefur nú komið á daginn.

Haukar eru sem stendur í 10. sæti Subway-deildarinnar með þrjá sigra í 13 leikjum. Breiðablik er sæti neðar með tvo sigra í jafn mörgum leikjum.


Tengdar fréttir

„Það er ekki ó­heiðar­legt að tala við vini sína“

Haukar heimsóttu toppbaráttulið Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þegar 14.umferð Subway deilda karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Haukar freistuðu þess að komast á sigurbraut og reyna rífa sig aðeins frá botnbaráttunni. Byrjuðu þeir leikinn vel og sýndu viðbrögð sem Maté Dalmay þjálfari Hauka vonaðist til að sjá fyrir leik.

Haukar segja sína hlið á laugar­dags­fundinum með E­vera­ge

Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×