Svartfellingar sendu Ís­land á­fram í milli­riðil

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Svartfellingar fagna með íslensku stuðningsmönnunum sem hvöttu þá heldur betur til dáða.
Svartfellingar fagna með íslensku stuðningsmönnunum sem hvöttu þá heldur betur til dáða. vísirVilhelm

Svartfjallaland vann 30-29 gegn Serbíu. Báðar þjóðir hafa lokið keppni á Evrópumótinu. Ísland er þar með tryggt sæti í milliriðlinum og þarf ekki að vinna leik sinn gegn Ungverjalandi á eftir.

Leikurinn gegn Ungverjum á eftir skiptir þó enn miklu máli upp á að taka stig með sér upp í milliriðilinn. Vinnist leikurinn fara tvö stig með, jafntefli skilar einu stigi en ef Ísland tapar tekur það ekkert stig með sér áfram. Frábærar fréttir fyrir Ísland samt sem er búið að tryggja sig í milliriðil og losnar við Serbíu sem var einn af helstu keppinautunum um sæti á Ólympíuleikunum í sumar.

Sterk 4-0 byrjun Svartfellinga en Serbar unnu sig til baka

Svartfellingar leiddu með eins marks mun að loknum fyrri hálfleik eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir strax í upphafi leiks. Serbarnir unnu sig fljótt aftur inn í leikinn og héldu spennunni í hámarki en Nebojsa Simic varði eins og brjálæðingur í marki Svartfellinga og hélt þeim í skefjum. Svartfellingar fóru með eins marks forystu inn í hálfleikinn.

Serbía komust fljótt yfir, 18-17, þegar komið var út í seinni hálfleikinn. Þeir virtust hafa yfirhöndina og ekki bætti úr skák að Nebojsa Simic, markvörður Svartfellinga, hafði fengið beint rautt spjald skömmu áður. En þeir hristu sig saman, skoruðu þrjú í röð og endurheimtu forystuna. 

Grbovic besti maður og hetja leiksins

Svartfellingar héldu forystunni í einu eða tveimur mörkum allt eftir það en hristu Serbana aldrei almennilega af sér. Röð mistaka leiddi svo til þess að Serbía jafnaði þegar innan við tvær mínútur voru eftir. 

Liðin skiptust á mörkum áður en Nemanja Grbovic skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins og tryggði Svartfjallalandi sigurinn. Línumaðurinn átti frábæran leik, skoraði sjö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Branko Vujovic endaði markahæstur með átta mörk. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira