„Stríð í sextíu mínútur á móti þessum turnum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 13:30 Varnarnaglinn Ýmir Örn Gíslason gleðst með áhorfendum eftir að sigurinn gegn Svartfellingum var í höfn. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, fær að glíma við einn allra erfiðasta línumann heims í kvöld þegar hann tekst á við hinn tröllvaxna Bence Bánhidi. Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira