Handbolti

EM í dag: Rosa­legt æðis­kast og ó­þolandi tæpur sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson gladdist eins og allir Íslendingar í Ólympíuhöllinni í München í gær eftir dísætan sigur á Svartfellingum.
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson gladdist eins og allir Íslendingar í Ólympíuhöllinni í München í gær eftir dísætan sigur á Svartfellingum. VÍSIR/VILHELM

Fjörið heldur áfram á EM í handbolta og í nýjasta þætti EM í dag voru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson enn að jafna sig eftir spennutryllinn í Ólympíuhöllinni í München, þegar Ísland vann Svartfjallaland.

Fram undan er úrslitaleikur við Ungverja á morgun um efsta sætið í C-riðli og það kviknar óhjákvæmilega óþægileg tilfinning þegar Ungverjaland berst í tal, eftir rimmur liðanna í gegnum árin.

Staðan sem upp er komin í riðli Íslands er samt algjör óskastaða fyrir Íslendinga, og nú er bara spurning hvernig þeir nýta hana. Þeir stóðust pressuna í lokin gegn Svartfellingum, þar sem „Bessastaða-Bjöggi“ tryggði endanlega sigurinn og fékk nýtt stuðningsmannalag.

Markvörður Svartfjallalands, Nebojsa Simic, var einnig til umræðu en hann sturlaðist gjörsamlega við tapið gegn Íslandi.

Þetta og fleira í þættinum sem sjá má hér að neðan.

Klippa: EM í dag - Fjórði þáttur


Stuðningsmannalag fyrir Björgvin Pál

  • Bessastaða Bjöggi Páll hann lokar á þig núna. 
  • Bestur undir pressu og hann missir aldrei trúna. 
  • Hann þjáist fyrir mig. 
  • Hann þjáist fyrir þig. 
  • Og þess vegna við elskum þetta lið.

(lag: Bjarnastaðabeljurnar)


Stuðningsmannalag fyrir Ómar Inga

  • Skyttan sem ég elska og eina kýs.
  • Ómar skorar mörkin í massavís.
  • Sjalalalala, Ómar Ingi skorar mörkin
  • Sjalalalala, Ómar Ingi skorar mörkin

(Lag: Ævintýri)


Tengdar fréttir

„Stórmót í handbolta er svona 60 prósent þjáning“

Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta.

Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra?

Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30.

Ísland komið áfram áður en leikur hefst?

Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×