Ný sviðsmynd kallar á nýja nálgun í hitun húsa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 12. janúar 2024 14:01 Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun