„Reynslunni ríkari í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 14:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson á ferðinni í Ólympíuhöllinni í München í dag en þar spilaði hann á sínu fyrsta stórmóti. VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun. „Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
„Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira