Handbolti

Sjáðu fót­bolta­völl verða að stærstu handboltahöll sögunnar á met­tíma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fyrstu tveir leikir Evrópumótsins í handbolta verða spilaðir í Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf.
Fyrstu tveir leikir Evrópumótsins í handbolta verða spilaðir í Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf. Vísir/Getty

Evrópumót karla í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum þar sem sett verður áhorfendamet á handboltaleik þar sem búið er að breyta fótboltavelli í stærstu handboltahöll sögunnar.

Opnunarleikir Evrópumótsins munu fara fram á Merkur Spiel-Arena, heimavelli Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og félaga hans í Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deildinni í knattspyrnu. Frakkland og Norður-Makedónía mætast í fyrsta leik mótsins áður en heimamenn í þýska landsliðinu mæta Sviss.

Merkur Spiel-Arena tekur um 54 þúsund manns í sæti á fótboltaleik, en nú hefur vellinum verið breytt í handboltahöll sem tekur um 53 þúsund manns í sæti. Eins og gefur að skilja kostar slík aðgerð tíma og vinnu, en evrópska handknattleikssambandið, EHF, birti myndband á X, áður Twitter, í gær þar sem ferlið er sýnt á aðeins 15 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×