Leigubílstjórar fá ekki árskort og kostnaður gæti margfaldast Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 11:02 Stjórar þessara leigubifreiða við Leifsstöð hafa vafalítið margir verið handhafar árskorts. Vísir/Vilhelm Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Ljóst er að kostnaður leigubílstjóra sem vinna mikið við að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli gæti margfaldast. Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“ Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira