Ekki hægt að kaupa treyjur en lausn í boði í München Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 10:01 Arnar Freyr Arnarsson veitir stuðningsmanni eiginhandaráritun eftir sigur gegn Færeyjum í nóvember, íklæddur búningnum eftirsótta. vísir/Hulda Margrét Þau sem vilja versla sér íslenska handboltalandsliðstreyju áður en Ísland hefur keppni á EM á föstudaginn geta sem stendur aðeins keypt markmannstreyjuna. Fleiri treyjur verða þó til sölu í Þýskalandi. Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita