Viðskipti innlent

Guð­rún Lilja nýr fram­kvæmda­stjóri Svansins

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Lilja Kristinsdóttir.
Guðrún Lilja Kristinsdóttir. UST

Guðrún Lilja Kristinsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Elvu Rakel Jónsdóttur sem hafði starfað sem framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi frá árinu 2010.

Sagt er frá vistaskiptunum á vef Umhverfisstofnunar, en Guðrún Lilja hefur starfað hjá Umhverfisstofnun og Svaninum frá lokum árs 2014.

„Guðrún Lilja hefur viðamikla reynslu af verkefnum Svansins. Hún hefur komið að vottunarferli allra viðmiðaflokka sem Svanurinn vottar á Íslandi. Guðrún Lilja hefur lengst af unnið í vottunum á prentsmiðjum, ræstiþjónustum, hótelum og veitingastöðum auk þess að hafa unnið við vottun nýbygginga og endurbóta bygginga síðan 2017.

Guðrún Lilja hefur einnig verið virk í norrænu samstarfi tengdum mismunandi viðmiðaflokkum, bæði vegna vottunar og endurvottunarferla. Hún hefur verið í skipulagningu og framsetningu málefna á Umhverfismerkisráðsfundum síðan 2017.

Auk þess gegndi Guðrún Lilja um tíma hlutverki teymisstjóra teymis hringrásarhagkerfis, þess er Svanurinn fellur undir hjá Umhverfisstofnun,“ segir í tilkynningunni.

Elva Rakel var nýverið ráðin nýr framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um sjálfbærni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×