Viðskipti innlent

Tekur við sem for­stöðu­kona ný­sköpunar og at­vinnu­lífs í HR

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir.
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir. HR

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona nýsköpunar og atvinnulífstengsla hjá Háskólanum í Reykjavík. 

Í tilkynningu segir að húnhafi yfir tuttugu ára reynslu af samstarfi við atvinnulíf og lögfræðistörfum, en hún hóf störf hjá HR í byrjun árs. 

„Ólöf Vigdís hefur verið deildarstjóri nýsköpunar og lögfræðingur Háskóla Íslands frá árinu 2019 ásamt því að vera framkvæmdastjóri Sprota-eignarhaldsfélags Háskóla Íslands. Árin 2018-2019 starfaði hún sem fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og árin 2012-2018 sem lögfræðingur og sérfræðingur Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala í hugverkarétti, auk þess að vera framkvæmdastjóri Tæknigarðs. 

Ólöf starfaði í átta ár hjá Einkaleyfastofunni þar sem hún gegndi ýmsum störfum m.a. lögfræði- og stjórnunarstörfum,“ segir í tilkynningunni. Ólöf Vigdís hóf störf hjá Háskólanum í Reykjavík í byrjun janúar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×