Fimmfalda aðgangseyrinn í Guðlaugu: „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi“ Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 13:02 Þessir gestir þurftu ekkert að borga fyrir aðgang að Guðlaugu, þegar hún var opnuð árið 2018. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri á Akranesi. Vísir Aðgangur að Guðlaugu á Akranesi kostar nú 2.500 krónur fyrir fullorðna. Gjaldtaka í laugina hófst árið 2021 og var þangað til nú aðeins 500 krónur. Bæjarstjóri Akraness segir hækkunina til komna vegna kostnaðarhækkana í tengslum við kröfur um aukna þjónustu. Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“ Akranes Sundlaugar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“
Akranes Sundlaugar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira